Algengar spurningar
Leiga í stað þess að kaupa
Þú ákveður leigutíma á meðan við kaupum, setjum saman og skutlum til þín, sjáum um viðhald og komum síðan vörunum áfram í hringrásarhagkerfið.
Að leigja býður upp á sjálfbæra lausn til að vera með það besta sem hentar þínum rekstri hverju sinni. Með því að leigja hámarkar þú sjóðstreymi fyrirtækisins og hefur þar með fleiri tækifæri í fjárfesta í uppvöxt félagsins.
Lágmarks leigutími eru 6 mánuðir, en það er ekkert hámark.
Já, við komum vörum á staðinn og setjum upp fyrir þig.
Þá hefur þú samband strax við okkur og við komum og skiptum út hlutnum fyrir þig.
Við viljum að þú sért með hugann að þínum rekstri meðan við sjáum um okkar!
Nei, við leigjum aðeins frá okkur vörur sem eru nýjar eða í ásættanlegu ástandi. Ef vörur hafa komið skemmdar, hafið samband við okkur strax og við komum nýrri vöru til ykkar.
Við getum afgreitt vörur til allra landshluta
Greiðslur
Nei, við krefjumst þess ekki, einungis lágar mánaðarlegar greiðslur.
Þú getur greitt mánaðarlega annaðhvort með kröfu í heimabanka eða gjaldfært af kreditkorti.
Við notum þjónustu Credit Info um lánshæfismat fyrirtækja, og skoðum við flesta sem koma í viðskipti.
Það er ekki greitt fyrir uppsetningu, hún er innifalinn í leiguverði. Hinsvegar er greitt gjald fyrir sendingu. Sendingargjald fer eftir umfangi og staðsetningu.
Leigutími
Já, lágmarkið eru 6 mánuðir. Það er hins vegar ekkert hámark.
Í enda leigutímans, ákveður þú hvort þú skilar leigðu vörum. Ef þú segir ekki upp leigusamningi, er leigusamningur sjálfkrafa framlengdur um mánuð í senn, þangað til þú vilt segja honum upp án allra gjalda.
Hann framlengist sjálfkrafa um einn mánuð, Verðin haldast þau sömu og á leigutíma.
Já, það er hægt. Eftir að lágmarks tíma hefur verið náð, getur þú sagt upp leigu hvenær sem er. Hins vegar, óháð tímanum sem samið var um í upphafi, hefur þú möguleika á að segja upp leigusamningi mánaðarlega. Þetta þýðir til dæmis að þú getur sagt upp eftir 30 mánuði, þó að samið hafi verið um 36 mánuði í upphafi. Þú þarft aðeins að greiða mismuninn.
Leigutíminn sem þú velur hefur áhrif á verðið sem þú færð. Því lengri sem tímabilið er því ódýrara er leigugjaldið.
Vörurnar
Allar okkar vörur eiga að hafa mynd ásamt máli. Við erum svo auðvitað til í að hjálpa til með val. Ef þú ert í einhverjum vafa, endilega heyrðu í okkur og við hjálpumst að!
Húsfell vinnur náið með framleiðendum á hágæða vörum. Við vöndum valið þegar við veljum okkar birgja.
Við þjónustum fyrst og fremst fyrirtækjum og stofnunum.
Ef þú sérð ekki vöru sem þig langar í, endilega hafðu samband og við gerum okkar allra besta að verða þér úti um þær vörur.
Já, við vinnum þétt með okkar birgjum. Ef þú villt fá sérpantanir, hafðu samband við okkur og við leysum málið saman!
Við munum ekki rukka þig fyrir venjuleg slit á vörum. Ef varan skemmist á leigutíma skaltu hafa samband strax, svo við getum aðstoðað þig með að skipta út vörunni.
Nei, þær eru tryggðar í gegnum okkur fyrir eðlilegum slitum.
Það er ekki innifalið. Hinsvegar ef þig langar að eignast vörurnar eftir að leigutíma lýkur, endilega hafðu samband og við finnum lausn!
Veldu leigutíma, því lengur sem leigutíminn er því betri verð færðu!
Skoðaðu vöruúrvalið okkar. Við getum aðstoðað þig við að velja.
Skoðaðu tilboðið, skipulegðu dagsetningu sem henntar þér og við sendum svo vörurnar til þín
Við komum til þín og setjum saman vörurnar, eina sem þú þarft að gera er að vera með tærnar uppí loft!
Ef eitthvað skemmist eða bilar á leigutímanum, komum við og skiptum út vörunni fyrir aðra sambærilega.
Á meðan leigutíma stendur, getur þú alltaf bætt við eða skipt út vörum. Þegar leigutíma lýkur sjáum við um að taka vörurnar og koma þeim áfram í hringrásarhagkerfinu